Ég er fædd árið 1989 og hef verið að teikna og mála frá því ég man eftir mér. Á árunum 1995-2010 stundaði ég nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og sótti m.a. námskeið í teikningu, leirmótun og gerð barnabóka. Árið 2010 útskrifaðist ég úr Myndlistaskólanum í Reykjavík af myndlista- og hönnunarsviði og stundaði síðan nám við Göteborgs konstskola. Ég nota aðallega vatnsliti, penna og blek en mála einnig með olíu og tek að mér ýmiss konar verkefni.
|